Þið þurftuð örugglega að lesa þennan titil tvisvar. Lakkrís og epli? Saman í köku? Getur það virkað? Stutta svarið er: Já! Langa svarið er: Þetta er ein albesta eplakaka sem ég hef nokkurn tímann bakað og mig dreymir hana í tíma og ótíma svo mikið að ég geng um slefandi eins og fábjáni.

Lakkrís og epli passa alveg fáránlega vel saman og rúsínan í pylsuendanum er að drissa smá lakkríssírópi frá Johan Bülow ofan á þessa dásemd þegar hún er tilbúin.

Þessi kaka tekur smá tíma og það þarf aðeins að nostra við hana en trúiði mér – það er þess virði!


Sjúk lakkríseplakaka
Hráefni
Botn
Fylling
Leiðbeiningar
Botn
  1. Blandið saman hveiti, sykri og salti í skál.
  2. Blandið smjörinu saman og vinnið það inn í þurrefnablönduna með höndunum þar til blandan líkist mulningi.
  3. Hellið ískalda vatninu saman við, eina matskeið í einu, og hnoðið þar til deig hefur myndast.
  4. Skellið deiginu inn í ísskáp í um 2 klukkustundir. Skiptið því síðan í tvo hluta og fletjið út.
  5. Stillið ofninn á 200°C og setjið annan hlutann í smurt bökuform. Búið síðan til fyllinguna.
Fylling
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál og látið standa í um 30 mínútur.
  2. Sigtið mesta vökvann frá eplafyllingunni og hellið henni ofan á bökubotninn.
  3. Skerið strimla úr deiginu sem þið eruð ekki búin að nota og raðið þeim fallega ofan á eplafyllinguna.
Ofan á
  1. Skerið smjörið í litla bita og setjið hér og þar ofan á eplafyllinguna.
  2. Blandið saman eggi og mjólk og penslið deigið sem þið settuð ofan á eplakökuna.
  3. Bakið við 200°C í sirka 10 mínútur. Minnkið síðan hitann í 175°C og bakið í 30 til 40 mínútur eða þar til bakan er orðin fallega gullinbrún. Og eins og ég sagði áðan - það er geðveikt að hella smá lakkríssírópi frá Johan Bülow ofan á herlegheitin til að gera lakkrísbragðið enn sterkara.

Umsagnir

Umsagnir