Það eru ekki allir sem meika sítrusávexti í mat og bakstri. Sem betur fer er ég ekki á þeim bitra stað því ég hreinlega elska gott sítrónukikk, jú eða læm, í kökurnar mínar. Svo ég tala nú ekki um gott greip! Því bitrara, því betra.
Þessar bollakökur eru ofureinfaldar og hrikalega sumarlegar. Uppskriftin er lítil og bara rétt í 12 litlar kökur en leikur einn er að stækka hana.
Svo sést það kannski ekki alveg nógu vel á myndunum en ég lék mér með gulan matarlit til að gera kremið röndótt. Þá notar maður kökusprautu og lætur þunna línu af matarlit á innanverða sprautuna áður en maður setur kremið í. Svo er kreminu skellt í sprautuna og þegar það sprautast út myndast fallegar rendur. Ég mæli með’essu!
Sítrónubollakökur
|
|
Hráefni
Krem
- 200g flórsykur
- 35g mjúkt smjör
- 125g mjúkur rjómaostur
- 1 sítróna
- gulur matarlitur(ef vill)
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 200°C. Blandið hveiti, sykri og lyftidufti vel saman.
- Blandið því næst smjöri og salti vel saman við og síðan egginu.
- Blandið mjólkinni og safa úr hálfri sítrónu vel saman við. Pssst! Hér er hægt að nota sítrónudropa!
- Skiptið blöndunni á milli möffinsforma og bakið í 15 til 20 mínútur.
Krem
- Blandið öllum hráefnum vel saman og skreytið kökurnar. Psst! Hér er hægt að nota sítrónudropa.