Á mínu heimili er mikið talað um að ég hafi sérstaka unun af því að baka með bönunum. Ég fussa bara og sveia og segi að það sé ekki rétt…en kannski er eitthvað til í því. Það nefnilega gerist oft að banani eða tveir heima hjá mér verða brúnir og ógeðslegir og þá finnst mér ekkert annað koma til greinaþr í stöðunni en að baka úr þeim. Og nei, ég banna barninu mínu ekki að borða fullkomlega góða banana svo ég hafi afsökun til að baka. Alveg satt…

Þessi baka er pínulítið maus og gengur næstum því gegn mínum prinsippum um að allur bakstur eigi að vera ofureinfaldur. Því þó þessi kaka sé maus þá er hún alls ekki flókin og ætti hver sem er að geta skellt henni saman – svo lengi sem þolinmæðin er í lagi.


Bananabaka
Hráefni
Botninn
Leiðbeiningar
 1. Byrjum á að búa til bananabúðing. Setjið 2 þroskaða banana, 1/3 bolla af rjóma og 1/4 bolla af mjólk í blandara og blandið vel saman.
 2. Bætið því næst sykri, maizena, salti, eggjarauðum og vanilludropum saman við og blandið vel saman.
 3. Hellið blöndunni í meðalstóran pott og þrífið blandarann.
 4. Leggið matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.
 5. Hitið bananablönduna yfir meðalhita og hrærið stanslaust í henni. Leyfið blöndunni að sjóða í nokkrar mínútur og alls ekki hætta að hræra. Setjið blönduna aftur í blandarann ásamt matarlíminu, smjörinu og matarlitnum. Blandið vel.
 6. Setjið blönduna í ílát sem þolir hita og kælið í um klukkutíma í ísskáp.
 7. Þeytið rjómann og flórsykurinn og bætið síðan kaldri bananablöndunni saman við. Hrærið varlega saman.
Botninn
 1. Hitið ofninn í 180°C. Myljið kexkökurnar í matvinnsluvél og blandið saltinu og smjörinu saman við.
 2. Þrýstið blöndunni í form og bakið í um 10-15 mínútur.
 3. Kælið botninn alveg og hellið síðan helmingnum af bananablöndunni yfir hann.
 4. Skerið banana í sneiðar og raðið ofan á blönduna og hellið síðan hinum helmingnum af blöndunni yfir. Berið fram strax en þessi kaka geymist bara í ísskáp í einn dag. P.s. Ég bjó til litlar, sætar bökur fyrir hvern og einn því ég var nýbúin að kaupa mér form í Tiger á skid og ingenting.

Umsagnir

Umsagnir