Ég elska, elska, elska að prófa eitthvað nýtt. Og ég elska, elska, elska allar kökur með Rice Krispies.

Því lá það beinast við að leika sér aðeins með Snickers og Rice Krispies og sjá hvort eitthvað vit væri í þeirri blöndu. Stutta svarið er: Já. Aðeins lengra svar er: Þessi kaka er brjálæðislega góð og það er eiginlega ekki hægt að hætta að borða hana þegar maður byrjar!

Rice Krispies, sykurpúðar, fullt af Snickers. Hvað gæti klikkað? Akkúrat ekki neitt skal ég segja ykkur!


Rosaleg Rice Krispies-kaka með fullt af Snickers
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Takið til ílangt form og setjið bökunarpappír í það. Leyfið pappírnum að ná upp hliðarnar svo auðveldara sé að taka kökuna úr forminu.
  2. Hitið ofninn í 200°C. Setjið sykurpúða og smjör í skál og bræðið saman í örbylgjuofni, í þrjátíu sekúndur í senn.
  3. Hrærið Rice Krispies og hafrakexmulningi saman við sykurpúðablönduna.
  4. Þrýstið blöndunni í formið og smyrjið Marshmallow Fluff ofan á.
  5. Skerið Snickers í bita og raðið því ofan á Marshmallow Fluff.
  6. Bakið í 2 mínútur og breiðið úr súkkulaðinu með sleikju.
  7. Leyfið þessu að kólna í 10 mínútur og rúllið þessu síðan upp eins og rúllutertu. Skerið í sneiðar og njótið eða skellið beint í frysti til að eiga seinna.

Umsagnir

Umsagnir