Hver elskar ekki Rice Krispies-kökur? Ég er allavega sjúk í þetta ofureinfalda góðgæti sem slær alltaf í gegn – hvort sem það er hjá börnum eða fullorðnum.

Og fyrst það er piparmyntumánuður þá lék ég mér með Pralín með piparmyntufyllingu og Guð minn góður hvað það er gott! Brjálæðislega einfalt en brjálæðislega mikið nammi.


Rice Krispies-kökur með piparmyntubragði
Leiðbeiningar
  1. Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið yfir vægum hita.
  2. Takið pottinn af hellunni þegar allt er blandað saman og hrærið Rice Krispies saman við.
  3. Deilið á milli 15-20 möffinsforma og þrýstið blöndunni vel ofan í hvert og eitt með til dæmis skeið.
  4. Kælið í 10-20 mínútur og gúffið svo í ykkur!

Umsagnir

Umsagnir