Ég geti ekki fyllilega lýst með orðum þeirri ringulreið sem skapaðist á mínum gamla vinnustað þegar ég mætti með þessa forlátu köku í vinnuna. Ég hef ekki séð svona hamslausa græðgi í augum fólks – nema þá kannski á tyllidögum í Kringlunni og Smáralind þegar boðið er upp á ókeypis pylsur.

Þessi kaka er nefnilega ekki af þessum heimi. Það er ekki bara hægt að fá sér einn bita. Ef ég mætti ráða myndi ég gúffa í mig allri kökunni en ég hef eiginlega ekki efni á að fara að endurnýja fataskápinn með fötum í yfirstærðum.

Til að gera langa sögu stutta: Þessi kaka er rugl góð!


Rauð flaueliskaka með Oreo og súkkulaði
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman hveiti, kakó og salt og setjið skálina til hliðar.
  2. Hrærið saman sykur og olíu. Bætið því næst eggjunum saman við og síðan matarlit og vanilludropum.
  3. Blandið þurrefnunum saman við sykurblönduna til skiptis við súrmjólkina.
  4. Hrærið matarsóda og ediki saman í lítilli skál. Bætið því næst við deigið og hrærið vel saman.
  5. Hellið blöndunni í form að eigin vali og bakið í um 20 mínútur. Leyfið kökunni að kólna.
  6. Myljið Oreo-kex í matvinnsluvél og blandið því og rjómaosti vel saman. Setjið blönduna yfir kökuna og passið að jafna vel úr henni.
  7. Bræðið súkkulaði og hellið yfir Oreo-blönduna. Skreytið með súkkulaðidropum.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar