Gamla góða marmarakakan klikkar aldrei. En það eina sem hefur vantað á hana að mínu mati er smjörkrem. Þykkt og djúsí krem sem bráðnar í munni.

Þess vegna kynni ég marmarabollakökur með smjörkremi!


Marmarabollakökur með jarðarberjakremi
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Hrærið öll þurrefnin saman í stórri skál.
  2. Bætið einum bolla af mjólk, olíu og vanilludropum við hveitiblönduna og hrærið vel saman.
  3. Bætið edikinu við og hrærið vel saman.
  4. Setjið ca eina matskeið af deiginu í 15 möffinsform.
  5. Bætið síðan kakóinu og matskeiðinni af mjólk við deigið og hrærið vel saman. Skiptið kakóblöndunni á milli möffinsformanna og notið hníf til að blanda ljósa og dökka deiginu aðeins saman.
  6. Bakið í 15 til 18 mínútur og leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Jarðarberjakrem
  1. Blandið öllu saman og skreytið kökurnar. Ég drissaði smá flórsykri yfir til að gera þær aðeins jólalegri.

Umsagnir

Umsagnir