Veitingar í barnaafmælum þurfa ekki að vera flóknar. Maður þarf ekki að standa sveittur í eldhúsinu yfir stórfenglegum, þriggja hæða háum súkkulaðitertum sem eru svo ekki borðaðar. Einfaldleikinn er stundum bestur og finnst mér skipta mestu í barnaafmælum að hafa stuð og veitingar sem eru auðveldar og gera heiminn aðeins fallegri.

Eins og þetta partípopp sem er alveg svakalega einfalt, fljótlegt og gómsætt. Það er jafnvel hægt að nota það til að skreyta afmælisborðið og hægt að hafa það í öllum regnboganslitum. Ég átti bara svo fallegt kökuskraut með bleiku glimmeri að ég ákvað að nota það en möguleikarnir eru endalausir!


Partípopp par exelans
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að poppa örbylgjupoppið. Auðvitað er hægt að poppa sjálfur með maís en ég valdi örbylgjupoppið til að gera þetta eins einfalt og mögulegt hægt er.
  2. Dreifið úr poppinu á til dæmis ofnskúffu og fjarlægið allar baunir.
  3. Skellið poppinu í skál og bræðið hvíta súkkulaðið.
  4. Hellið hvíta súkkulaðinu saman við poppið og hrærið vel en verið snögg því súkkulaðið er fljótt að storkna.
  5. Hellið slatta af kökuskrauti í skálina og hrærið. Ég bætti bara meira og meira kökuskrauti við þar til ég varð sátt með útkomuna.

Umsagnir

Umsagnir