Flestir krakkar elska pítsu. Þið getið því ímyndað ykkur stóru augun sem voru rekin upp þegar ég bar á borð þessa nammipítsu í barnaafmæli.

Stutta sagan er sú að þessi pítsa kláraðist á núll einni enda einstaklega gómsæt þó ég segi sjálf frá. Svo er þetta líka bara svo fallegt og skemmtilegur réttur til að bjóða upp á. Hann fær mín bestu meðmæli!

Og já – þetta er ofureinfalt.


Nammipítsa sem allir krakkar elska
Hráefni
Pítsabotn
Leiðbeiningar
Pítsabotn
  1. Blandið öllu vel saman nema súkkulaðinu.
  2. Grófsaxið súkkulaðið og bætið því út í deigið með sleif. Gott er að geyma deigið inni í ísskáp í um klukkutíma áður en baksturinn hefst.
  3. Hitið ofninn í 180°C. Setjið deigið á smjörpappír og mótið úr því stóran hring (það er auðveldara en að nota kökukefli). Náið í stóran matardisk og mótið pítsuna eftir honum. Svo getið þið búið til litlar smákökur úr afgangsdeiginu. Bakið í 8-10 mínútur.
Álegg
  1. Skreytið stóru smákökuna með namminu og setjið hana aftur inn í ofn í 2-4 mínútur.
  2. Leyfið kökunni að kólna áður en þið skerið hana í sneiðar.

Umsagnir

Umsagnir