Að baka Pretzel, eða Brezel eins og Þjóðverjarnir kalla þetta gúmmulaði, er eitt af því sem mér finnst skemmtilegast að baka. Þó ég segi sjálf frá hef ég masterað listina að sjóða brauð upp úr matarsódavatni og dekkja því í sjávarsalti. Það er eiginlega ekki hægt að standast það!

Sjá einnig: Pretzel saltkringlur sem bráðna í munni.

Þegar ég var búin að baka Pretzel saltkringlur oftar en góðu hófi gegnir ákvað ég aðeins að breyta til, prófa eitthvað nýtt, eitthvað enn þá meira djúsí. Þá fæddust þessar dásamlegu Pretzel stangir sem æra óstöðugan.

Deigið er ofboðslega svipað og þegar maður bakar saltkringlurnar en með stangirnar fylli ég þær að osti áður en ég sýð þær í matarsódavatninu og baka þær síðan í ofni.

Þessar eru langbestar beint úr ofninum, eða svona um leið og hægt er að snerta þær án þess að brenna sig, því þá lekur osturinn út um allt eins og honum einum er lagið.

Sehr gut, eins og Þjóðverjinn myndi segja.

Ómótstæðilegar ostafylltar Pretzel stangir
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið sykri, vatni og þurrgeri saman í skál og látið bíða í nokkrar mínútur þar til blandan freyðir.
  2. Blandið ólífuolíu saman við og síðan hveiti, einum bolla í einu. Hnoðið vel, fyrst í skál og síðan á borði. Smyrjið smá bragðdaufri olíu í skálina og setjið deigið ofan í. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund.
  3. Hitið ofninn í 225°C og setjið smjörpappír á ofnplötu.
  4. Skiptið deiginu í 10 til 12 jafnstóra hluta og búið til lengjur úr hverjum hluta sem þið fletjið ögn út með höndunum. Setjið vænan bút af osti í miðja lengjuna og klípið deigið saman frá hverri hlið þannig að deig hylji ostinn frá öllum hliðum.
  5. Hellið vatni og matarsóda í stóran pott og látið koma upp suðu á hæsta hita. Þegar vatnið er byrjað að bullsjóða skellið þið lengjunum ofan í það, bara 1 til 2 í einu, og látið þær sjóða í vatns- og matarsódablöndunni í 30 sekúndur. Raðið lengjunum á ofnplötuna. Stráið vel af sjávarsalti yfir þær og bakið í 10 til 12 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir