Fastur liður í öllum barnaafmælum á þessu heimili eru einhvers konar Rice Krispies bitar. Krakkar elska Rice Krispies og þegar að tíu ára dóttir mín, hún Amelía Björt, ákvað að hafa Oreo-þema í afmælinu sínu í janúar síðastliðnum vorum við ekki í neinum vafa um að við myndum búa til eitthvað stórkostlega gómsætt þegar að Oreo-kexi og Rice Krispies yrði blandað saman.

Útkoman eru þessir æðislegu Oreo Rice Krispies-bitar sem voru étnir upp til agna í afmælinu. Sykursætir og yndislegir fyrir allan peninginn!

Það sem mestu máli skiptir er auðvitað að afmælisbarnið varð himinlifandi þegar hún smakkaði þennan bræðing og stalst í nokkur stykki áður en gestirnir mættu á svæðið – þá er tilganginum náð.

Því hvet ég ykkur til að búa til þessa Oreo Rice Krispies-bita, hvort sem það er fyrir stórviðburð eins og afmæli eða bara ósköp venjulegur dagur.

Þeir svo sannarlega bæta og kæta.

Oreo Rice Krispies fyrir lengra koma
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Smyrjið ílangt form, um 30 sentímetra að lengd.
  2. Bræðið smjörið í stórum potti yfir meðalhita. Þegar það er bráðið leyfið því að bubbla í nokkrar mínútur til viðbótar, þar til það verður ljósbrúnt og kominn er karamellukeimur af því.
  3. Bætið sykurpúðum saman við og lækkið hitann lítið eitt. Hrærið stanslaust þar til þeir eru nánast bráðnaðir. Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið.
  4. Takið pottinn af hellunni og bætið Rice Krispies og Oreo vel saman við. Setjið blönduna í formið. Varið ykkur á því að blandan er klístruð og því er um að gera að setja smá matarolíu á hendurnar til að geta betur unnið með hana.
  5. Kælið í um klukkutíma, skerið svo í bita og horfið á bitana hverfa ofan í munninn.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.