Ég hafði mjög háleitar hugmyndir um að búa til einhvern trylltan marengs í Bökunarmaraþoninu en einfaldlega náði því ekki vegna anna.

Þannig að ég hlóð í þennan draumamarengs minn eftir maraþonið og varð að hafa hann með í þemanu því hann er í einu orði sagt trylltur!

Eina leiðinlega er að ég náði ekki góðum myndum af honum áður en hann var étinn upp til agna af heimilisfólkinu. Og ég meina það, það var ekki ein mylsna eftir – hann er það góður!


Minn langbesti marengs
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Þeytið eggjahvítur þar til þær freyða. Hellið síðan sykri saman við í einni bunu og þeytið í 15-20 mínútur.
  2. Setjið kornfleks í aðra skál og kremjið létt með fingrunum. Blandið lyftidufti saman við kornfleksið.
  3. Blandið þá kornfleksinu varlega saman við marensinn með sleikju.
  4. Búið til 2 hringi úr blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 150°C í 50 mínútur. Slökkvið á ofninum, opnið hann aðeins og leyfið botnunum að kólna inni í ofni.
  5. Þeytið rjómann og blandið tilbúnum súkkulaðibúðing saman við.
  6. Skellið súkkulaðibúðingnum ofan á annan botninn, raðið söxuðu smábuffi ofan á og setjið síðan hinn botninn ofan á. Njótið!

Umsagnir

Umsagnir