Þessi kaka er svo fáránlega einföld en þessi blanda af appelsínum, hindberjum og pistasíuhnetum er gjörsamlega sturluð!

Þessi flaug út í Bökunarmaraþoninu og skiljanlega – hún er fersk, hún er góð, hún bætir, hún kætir.

Ég mæli með þessari köku þegar þið viljið gera vel við ykkur – hún bara klikkar ekki!


Tryllt pistasíu- og hindberjakaka
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt brauðform.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti vel saman í skál.
  3. Blandið eggjum og 1/3 bolla af sykri vel saman í annarri skál. Blandið síðan vanilludropum, olíu, appelsínusafa og appelsínuberki vel saman við.
  4. Blandið hveitiblöndunni saman við eggjablönduna. Hellið deiginu í formið.
  5. Dreifið hindberjum og pistasíuhnetum yfir deigið og stráið 1 msk sykri ofan á.
  6. Bakið í 50-60 mínútur.
Síróp
  1. Setjið sykur og safa í lítinn pott og látið sjóða. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts upp og kælið sírópið.
  2. Penslið kökuna með sírópinu þegar hún er nýkomin úr ofninum og leyfið henni að kólna.

Umsagnir

Umsagnir