Þessi kaka er svo fáránlega einföld en þessi blanda af appelsínum, hindberjum og pistasíuhnetum er gjörsamlega sturluð!
Þessi flaug út í Bökunarmaraþoninu og skiljanlega – hún er fersk, hún er góð, hún bætir, hún kætir.
Ég mæli með þessari köku þegar þið viljið gera vel við ykkur – hún bara klikkar ekki!
Tryllt pistasíu- og hindberjakaka
|
|
Hráefni
Kaka
- 3/4bolli Kornax-hveiti
- 3/4tsk lyftiduft frá Kötlu
- smá sjávarsalt frá Kötlu
- 2 Nesbú-egg
- 1/3bolli sykur
- 1tsk vanilludropar frá Kötlu
- 1/4 bolli Gestus-ólífuolía
- 1msk appelsínusafi
- 1msk appelsínubörkur
- 1bolli frosin Gestus-hindber
- 1/3bolli pistasíukjarnar frá Líf(saxaðir)
- 1msk sykur
Síróp
- 1msk sykur
- 2msk appelsínusafi
Leiðbeiningar
Kaka
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ílangt brauðform.
- Blandið hveiti, lyftidufti og salti vel saman í skál.
- Blandið eggjum og 1/3 bolla af sykri vel saman í annarri skál. Blandið síðan vanilludropum, olíu, appelsínusafa og appelsínuberki vel saman við.
- Blandið hveitiblöndunni saman við eggjablönduna. Hellið deiginu í formið.
- Dreifið hindberjum og pistasíuhnetum yfir deigið og stráið 1 msk sykri ofan á.
- Bakið í 50-60 mínútur.
Síróp
- Setjið sykur og safa í lítinn pott og látið sjóða. Hrærið þar til sykurinn hefur leysts upp og kælið sírópið.
- Penslið kökuna með sírópinu þegar hún er nýkomin úr ofninum og leyfið henni að kólna.