Ég er að segja ykkur það krakkar – þetta er ein besta brúnka sem ég hef bakað! En ég er líka afskaplega hrifin af lakkrís – sérstaklega þegar honum er blandað við súkkulaði.

En ef þið eruð ekki hrifin af lakkrís getið þið bakað þessa brúnku án alls lakkrís. Þá er þetta bara mjög hefðbundin og góð brúnka – uppskrift sem þið getið leikið ykkur með.

Munið bara að hræra ekkert alltaf mikið heldur bara þangað til allt er rétt svo blandað saman. Annars verður brúnkan þurr en ekki blaut. Við viljum það ekki!


Gjörsamlega geggjuð lakkrísbrúnka
Leiðbeiningar
Brúnka
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til brúnkuform, 20x20 sentímetra. Klæðið það með smjörpappír og látið pappírinn ná upp með hliðunum.
  2. Blandið kakó, salti og sjóðandi vatni saman í stórri skál og hrærið. Bætið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt er bráðnað saman.
  3. Bætið smjöri og olíu saman við og því næst eggjum, eggjarauðu og vanilludropum.
  4. Hrærið sykri saman við og því næst hveitinu.
  5. Bætið lakkrísreimabitum og lakkrísdufti saman við og hellið deiginu í form.
  6. Bakið í 25-30 mínútur og leyfið kökunni að kólna lítið eitt áður en gljáanum er hellt yfir.
Lakkrísgljái
  1. Setjið karamellur og rjóma í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað saman. Munið að hræra eftir hverjar 30 sekúndur.
  2. Hellið lakkrísgljáa yfir kökuna og skreytið með ófylltum lakkrísreimum.

Umsagnir

Umsagnir