Gamla góða marmarakakan klikkar aldrei. En það eina sem hefur vantað á hana að mínu mati er smjörkrem. Þykkt og djúsí krem sem bráðnar í munni.
Þess vegna kynni ég marmarabollakökur með smjörkremi!
Marmarabollakökur með jarðarberjakremi
|
|
Hráefni
- 1 1/2 bolli hveiti
- 1bolli sykur
- 1 tsk matarsódi
- 1/2tsk salt
- 1bolli mjólk
- 1/2bolli olía
- 1msk vanilludropar
- 1msk hvítt edik
- 3msk kakó
- 1msk mjólk
Jarðarberjakrem
- 50g mjúkt smjör
- 3bollar flórsykur
- 1/2bolli jarðarberjasulta
- mjólk ef þarf til að þynna kremið
- rauður matarlitur ef vill
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 175°C. Hrærið öll þurrefnin saman í stórri skál.
- Bætið einum bolla af mjólk, olíu og vanilludropum við hveitiblönduna og hrærið vel saman.
- Bætið edikinu við og hrærið vel saman.
- Setjið ca eina matskeið af deiginu í 15 möffinsform.
- Bætið síðan kakóinu og matskeiðinni af mjólk við deigið og hrærið vel saman. Skiptið kakóblöndunni á milli möffinsformanna og notið hníf til að blanda ljósa og dökka deiginu aðeins saman.
- Bakið í 15 til 18 mínútur og leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Jarðarberjakrem
- Blandið öllu saman og skreytið kökurnar. Ég drissaði smá flórsykri yfir til að gera þær aðeins jólalegri.