Enn og aftur hljóma ég eins og biluð plata en þessi eftirréttur, dömur mínar og herrar, er algjörlega óviðjafnanlegur. Við erum að tala um lag af kexi og smjöri, lag af sykurpúðaostaköku, lag af súkkulaðisósu, öll lögin endurtekin og síðan skreytt með sykurpúðum. Algjörlega himneskt!

Uppskriftin er mjög einföld en í henni nota ég það sem er kallað Marshmallow Fluff eða Jet Puffed. Það er krem sem er búið til úr sykurpúðum og hef ég keypt það í Hagkaupum, stóru Krónubúðunum eða Kosti. Ef þið finnið þetta ekki er internetið stútfullt af uppskriftum að þessum unaði en þetta er algjört lykilatriði í uppskriftinni.

Þið bara verðið að prófa þetta – þessi eftirréttur er nýja fíknin mín. Og svo einfaldur að það hálfa væri nóg!


Langbesti eftirrétturinn
Hráefni
Kexlag
Súkkulaðilag
Leiðbeiningar
Kexlag
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman og setjið til hliðar.
Ostakökulag
  1. Blandið rjómaosti, Marshmallow Fluff og sætri mjólk saman í skál.
  2. Þeytið rjómann í annarri skál og hrærið hann síðan varlega saman við rjómaostablönduna með sleif eða sleikju. Setjið til hliðar.
Súkkulaðilag
  1. Setjið súkkulaði í skál og hitið rjómann í potti. Takið rjómann af hitanum rétt áður en hann sýður.
  2. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og leyfið að standa í 1-2 mínútur. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaði er bráðið.
  3. Og þá er að setja eftirréttinn saman. Takið til nokkur eftirréttarglös eða krukkur eins og ég gerði (það er einnig hægt að gera þennan í einni stórri skál).
  4. Þrýstið kexi í botninn á hverri krukku. Sprautið ostakökulagi yfir botninn og hellið síðan súkkulaðisósu yfir. Endurtakið og skreytið með litlum sykurpúðum.

Umsagnir

Umsagnir