Ef það er eitthvað sem passar vel við rjómaost þá er það hvítt súkkulaði og sítróna. Og því bjó ég til geggjuð ostakökustykki með þessu tvennu.

Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hvað þessi stykki eru góð þannig að þið þurfið bara að slefa yfir myndunum og arka svo rakleiðis inn í eldhús og baka þessa dásemd. Núna!


Sítrónustykki sem bráðna í munni
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 175°C og takið til ílangt form, sirka 33 sentímetrar að lengd. Smyrjið það og klæðið með bökunarpappír.
  2. Blandið öllu vel saman í skál og þrýstið blöndunni í botninn á forminu. Setjið til hliðar.
Ostakökulag
  1. Blandið rjómaosti, sykri og vanilludropum vel saman.
  2. Bætið eggjum, sítrónusafa og sítrónuberki vel saman við og hrærið í um 2 mínútur.
  3. Bætið loks súkkulaðinu saman við og hrærið vel saman.
  4. Hellið blöndunni yfir botninn og breiðið úr henni.
Smákökulag
  1. Blandið sykri og smjöri vel saman í 2 mínútur og bætið því næst egginu, sítrónusafa, sítrónuberki og vanilludropum saman við.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og blandið síðan varlega saman við smjörblönduna. Blandan á að minna á grófan sand.
  3. Blandið súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju.
  4. Dreifið deiginu yfir ostakökulagið en mér finnst fallegt að hylja það ekki alveg svo það skíni aðeins í gegn.
  5. Bakið í um 30 mínútur og leyfið kökunni síðan að kólna alveg áður en þið berið hana fram.

Umsagnir

Umsagnir