Ég verð að byrja á að afsaka uppskriftarleysi síðustu daga. En það er góð ástæða fyrir því, þar sem ég er nú að vinna að bökunarbókinni minni og lítill tími fyrir neitt aukalega. Því miður.

En ég fékk skemmtilega bón um daginn – að baka fermingartertu fyrir fermingarblað Fréttablaðsins. Ég lagði höfuðið í bleyti og úr varð kynlausa fermingartertan. Tertan sem er hvorki miðuð að stelpu né strákum og því ætti hvaða fermingarbarn sem er að finna sig í henni – þó barnið skilgreini sig hvorki sem stelpa né strákur. Þá er hægt að sleppa plaststyttunni á toppi tertunnar og þurfa ekkert að útskýra sig neitt á þessum merkisdegi. Bara vera maður sjálfur.

Hráefnin í kökunni eru líka táknræn þar sem botnarnir innihalda kaffi, sem er mjög fullorðins, en svo er Nutella í kreminu sem er frekar krakkalegt (þó fjölmargir fullorðnir elska það). Meiningin með þessu var að túlka þetta millibilsástand sem maður er í á fermingaraldrinum – maður er ekki barn, samt ekki fullorðinn, heldur einhvers staðar i millinu.

Og hér kemur kakan góða – ég er ofboðslega stolt af henni.


Kynlausa fermingartertan
Hráefni
Kökubotnar
Smjörkrem á þrjá vegu
Heimagert Ferrero Rocher
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofn­inn í 180° C og takið til 2 hring­laga form sem eru sirka 18 sentí­metra stór. Ef þið notið minni form getið þið skorið botn­ana í miðju og fáið þá 4 botna. Ef þið notið stærri form verður kak­an ekki eins há. Munið bara að smyrja formin vel með smjöri og dusta þau aðeins með hveiti.
  2. Blandið mjólk, eggja­hvít­um og vanillu­drop­um vel sam­an í lít­illi skál og þeytið aðeins sam­an. Blandið hveiti, sykri, lyfti­dufti og salti sam­an í stórri skál og bætið smjör­inu sam­an við. Þeytið þar til bland­an minn­ir á muln­ing.
  3. Bætið mjólk­ur­blönd­unni var­lega sam­an við og þeytið þar til allt er vel blandað sam­an.
  4. Deilið deig­inu í formin og bakið í 30-38 mín­út­ur. At­hugið, þessi bök­un­ar­tími miðast við form sem eru 18 sentí­metra stór. Bök­un­ar­tím­inn er lengri ef þið notið minni form og styttri ef þið notið stærri form.
  5. Leyfið köku­botn­un­um að kólna al­veg áður en þið skreytið þá. Það er auðveld­ara að setja krem á botn­ana og kök­una alla ef hún er vel köld. Ég mæli því með að stinga botn­un­um inn í frysti í sirka klukku­tíma ef þið þurfið ekki að bera kök­una fram strax.
  6. Athugið, ég tók smá af kökudeiginu frá og bakaði eina bollaköku sem ég skellti í brauðformið á toppinum, og sprautaði síðan kremi yfir hana til að festa Lego-kallinn, sem er búinn til úr hvítu súkkulaði.
Smjörkrem á þrjá vegu
  1. Byrjum á grunninum í öll þrjú smjörkremin: Þeytið smjörið í 2-4 mín­út­ur. Þetta skref er það mik­il­væg­asta þegar kem­ur að öll­um hefðbundn­um, am­er­ísk­um smjörkrem­um. Ef þið þeytið kremið verður smjörkremið mun létt­ara í sér og bragðbetra.
  2. Bætið flór­sykr­in­um sam­an við í holl­um og hrærið vel sam­an. Bætið því næst vanillu­drop­un­um sam­an við.
  3. Núna skiptið þið blöndunni í 3 skálar. Ég skipti kreminu ekki jafnt heldur setti frekar lítið í skál nr. 2 því ég notaði það krem eingöngu í skreytingar. Í skál númer 1 hrærið þig Nutella vel saman við í 2-3 mínútur. Í skál númer 2 hrærið þið karamellusósu og sjávarsalti vel saman við í 2-3 mínútur. Í skál númer 3 hrærið þið hvítu súkkulaði saman við í 2-3 mínútur.
  4. Ef ykk­ur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta smá mjólk sam­an við en mín reynsla er sú að ef maður þeyt­ir smjörið sam­visku­sam­lega þá verður smjörkremið í full­kom­inni þykkt og auðvelt að vinna með það í köku­skreyt­ing­um. Ef kremið er of þunnt er alltaf hægt að bæta meiri flórsykri við.
Kakan sett saman
  1. Ég setti Nutella kremið á milli kökubotnanna og huldi hana síðan með hvítsúkkulaðikreminu. Gott er að hylja kökuna með þunnu lagi af kremi, svokallað “crumb coat” eða mylsnulag, og setja hana inn í ísskáp. Síðan er annað lag af kremi sett á kökuna til að hylja hana alveg og því næst er hún skreytt að vild. Ég notaði allar þrjár týpurnar af kremi til að hylja kökuna á hliðunum en bara hvít súkkulaði á toppnum.
Heimagert Ferrero Rocher
  1. Blandið ískexi, 1 bolla af helsihnetum og Nutella vel saman í skál. Blandan á að vera klístruð.
  2. Skellið blöndunni í ísskáp í 30 mínútur og leyfið henni að jafna sig.
  3. Búið til litlar kúlur úr blöndunni og raðið á smjörpappírsklæddan disk. Setjið þær inn í frysti í 15 mínútur.
  4. Bræðið dökka súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndur í senn. Hrærið alltaf á milli hverra þrjátíu sekúndna. Bætið heslihnetunum út í.
  5. Veltið frosnum kúlunum upp úr súkkulaðiblöndunni og setjið á smjörpappír á meðan þær storkna. Þetta er lítil uppskrift, eingöngu til að skreyta kökuna (og aðeins til að gúffa í sig með).

Umsagnir

Umsagnir