Jæja, ég er búin að vera afskaplega löt að blogga og brjóta heilann um góða uppskrift, eða nokkrar, til að deila með ykkur. En ég hef rosalega góða afsökun. Ég er búin að vera að vinna í bókinni minni sem kemur út í sumar og varð einfaldlega að taka mér smá bloggpásu til að geta einbeitt mér að henni.

En nú eru að koma páskar, sem er uppáhaldshátíðin mín. En það liggur engin merkileg afsökun á bak við það nema einfaldlega sú staðreynd að ég elska, elska, elska páskaegg. Það er sko ekki hægt að ná sambandi við mig á páskadag þegar ég hefst handa við að stúta einu páskaeggi, eða tveimur.

Þannig að ég ákvað að taka smá páskasnúning á blogginu og fyrst eru litlu hreiðrin mín fyrir sætu páskaungana. Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa ímyndunaraflinu lausu. Njótið!


Uppskrift að sykursætu páskaskrauti
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni þar til allt er bráðnað saman. Munið að hita bara í 30 sekúndur í senn og hræra alltaf í blöndunni á milli.
  2. Veltið saltstöngunum upp úr súkkulaðinu þar til nánast allar saltstangirnar eru huldar með súkkulaði.
  3. Finnið ykkar innri listamann og búið til hreiður úr saltstöngunum. Varúð: Það verður sko nóg af súkkulaði á puttunum eftir á til að sleikja.
  4. Raðið eggjum í hreiðrin og leyfið þessu að storkna.

Umsagnir

Umsagnir