Við erum að tala um 3 hráefni! ÞRJÚ! Og nánast það eina sem maður þarf að gera er bara að kveikja á örbylgjuofninum. Gæti þetta verið mikið einfaldara?

Ég ætla samt að vara ykkur við einu. Ef þið fílið ekki hnetusmjör þá eru þetta ekki karamellurnar fyrir ykkur. En, ef þið fílið ekki hnetusmjör eruð þið líklegast eitthvað minna að skoða hnetusmjörsmánuðinn minn, ekki satt?

Og annað sem ég ætla að vara ykkur við – þessar mjúku karamellur, eða fudge, eru hættulega góðar!


Ofureinfaldar hnetusmjörskaramellur
Leiðbeiningar
  1. Takið til form sem er ekki stærra en 20 sentímetra. Smyrjið það lítið eitt.
  2. Setjið öll hráefni í skál sem þolir örbylgjuofn, gott er að brjóta súkkulaðið í bita.
  3. Hitið blönduna á hæsta styrk í örbylgjuofni, í eina mínútu í einu og hrærið alltaf á milli.
  4. Þegar allt er bráðnað saman og blandan er kekkjalaus er henni hellt í formið og látin kólna inni í ísskáp í um 3-4 klukkustundir. Og, voila! Æðislegar, mjúkar karamellur tilbúnar!

Umsagnir

Umsagnir