Þegar ég var að undirbúa Bökunarmaraþon Blaka þá ætlaði ég að enda maraþonið á köku til heiðurs Krafti og þeirra frábæra starfi. Þá hélt ég að það myndu ekkert margir mæta í maraþonið og ég hefði nægan tíma til að dúlla mér í kökuskreytingum. Það var ekki raunin og því fæddist Kraft-kakan ekki í maraþoninu því ég vildi ekki bara henda einhverju saman í flýti fyrir félagið.

En þegar kökublað Vikunnar hafði samband og vildi birta uppskriftir úr maraþoninu ákvað ég að föndra Kraft-kökuna. Nostra við hana með alls kyns smjörkremi og skrauti og nota appelsínugula lit félagsins út í ystu æsar.

Útkoman er æðisleg appelsínukaka með smjörkremi með hvítu súkkulaði og öðru súkkulaðismjörkremi. Þessi er algjört æði!


Kyngimögnuð Kraft-kaka
Leiðbeiningar
Kaka
 1. Hitið ofninn í 170°C og smyrjið kökuform. Til að fá 3 botna er best að nota hringlaga kökuform sem eru ca 16-18 cm.
 2. Hrærið smjöri og sykri vel saman. Blandið eggjunum saman við einu í einu.
 3. Blandið súrmjólk, appelsínusafa og berki saman við og síðan hveiti og lyftidufti.
 4. Deilið deiginu í formin og bakið í 35-40 mínútur.
 5. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar.
Krem
 1. Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og bætið flórsykrinum saman við.
 2. Bræðið hvítt súkkulaði og leyfið því aðeins að kólna. Hrærið það síðan saman við sem og vanilludropunum.
 3. Ef kremið er of þykkt má blanda smá mjólk saman við.
 4. Takið helming af kreminu frá. Blandið kakói saman við hinn helminginn.
 5. Notið hvíta kremið á milli kökubotnana og þekið svo kökuna með kakókreminu.
 6. Skreytið síðan að vild.

Umsagnir

Umsagnir