Jæja, hér kemur ein týpa sem dóttir mín, sem er 6 ára, hannaði alveg sjálf. Hún var ekki í nokkrum vafa með hvaða gúmmulaði hún vildi hafa í sínum smákökum – nefnilega hvítt súkkulaði og Smarties.

Og út af því að hún hannaði þessar sjálf get ég vottað að það er lítið mál að leyfa krökkunum að taka þátt í þessum bakstri. Minni fannst það allavega sjúklega skemmtilegt!

P.S. Ef þið viljið sleppa Smarties þá mæli ég með að skipta því út fyrir pistasíuhnetur – það er unaður!


Krakkakökur með hvítu súkkulaði og Smarties
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. HItið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Hrærið smjöri, sykri og púðursykri mjög vel saman í skál.
  3. Bætið því næst eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel saman.
  4. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í annarri skál og blandið saman við smjörblönduna.
  5. Blandið Smarties og hvítu súkkulaði varlega saman við með sleif eða sleikju.
  6. Hér má kæla deigið í 30 mínútur eða svo en það er ekki nauðsynlegt.
  7. Setjið kúlur úr deiginu, með ágætis millibili, á ofnplötur og bakið í 8-10 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir