Mér finnst svo ofboðslega gaman að baka kleinuhringi og þar sem ég er þeirrar skoðunar að allt verði betra með hnetusmjöri þá ákvað ég að skella í ljúffenga kleinuhringi með nýja Oreo-inu með hnetusmjöri.
Og auðvitað er hnetusmjör í glassúrnum – það er bara ekki annað hægt!
Kleinuhringir með Oreo og hnetusmjöri
|
|
Hráefni
Kleinuhringir
- 1bolli Kornax-hveiti
- 1/3bolli sykur
- 1tsk lyftiduft
- 1/3bolli sýrður rjómi
- 1 Nesbú-egg
- 1tsk vanilludropar
- 1msk bráðið smjör
- 4 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, grófsaxað
Glassúr
- 2msk hnetusmjör
- 4msk mjólk
- 1/2-1bolli flórsykur
- 2 Oreo-kex með hnetusmjörsbragði, grófsaxað
Leiðbeiningar
Kleinuhringir
- Hitið ofninn í 220°C og smyrjið kleinuhringjaform fyrir 6 kleinuhringi.
- Blandið þurrefnum vel saman (ekki Oreo-kexi).
- Blandið sýrðum rjóma, eggi, vanilludropum og smjöri saman í annarri skál og blandið því svo varlega saman við þurrefnin.
- Blandið Oreo-kexi saman við með sleif eða sleikju og deilið deiginu á milli kleinuhringjamóta.
- Bakið í 8 til 10 mínútur og leyfið að kólna áður en glassúr er settur á.
Glassúr
- Setjið hnetusmjör og mjólk í skál og hitið í örbylgjuofni í 30-45 sekúndur, eða þar til hnetusmjörið er bráðnað. Hrærið vel saman.
- Blandið þessu við flórsykurinn og hellið ofan á kleinuhringina. Skreytið með Oreo með hnetusmjöri.