Það er við hæfi að enda mánuðinn á svo góðri köku að maður getur ekki annað en slegið í gegn þegar að gesti ber að garði. En það er líka allt í lagi að hræra í hana, til dæmis á mánudagseftirmiðdegi, fyrir bara sig. Ég dæmi ykkur sko ekki ef þið gerið það því þessi kaka er svo mikið dúndur.

Þetta er í grunninn bara heit súkkulaðikaka sem margir kannast við en í staðinn fyrir að það velli út úr henni yndismjúkt súkkulaði þá er Oreo-búðingur í miðjunni sem er dásamlega mjúkur undir tönn.

Og já, var ég búin að minnast á að þessi kaka er svo rosalega einföld að þú getur næstum því gert hana blindandi?


Heit súkkulaðikaka með Oreo-fyllingu
Hráefni
Leiðbeiningar
Kaka
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 4 lítil form með olíu. Dustið síðan hveiti í formin svo kökurnar festist örugglega ekki við formið.
  2. Setjið súkkulaði og mjólk í skál og inn í örbylgjuofn í 50 sekúndur, eða þar til súkkulaðið er bráðið. Hrærið vel saman.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti og olíu saman við súkkulaðið og setjið til hliðar.
Búðingur
  1. Blandið dufti og léttmjólk saman og látið standa í 1 mínútu.
  2. Blandið síðan Oreo-kexinu saman við með skeið. Búðingurinn ætti að vera frekar þykkur.
  3. Hálffyllið formin með súkkulaðiblöndunni og setjið síðan 2 matskeiðar af búðingi í miðjuna. Dreifið restinni af súkkulaðiblöndunni yfir búðinginn og passið að hylja hann alveg.
  4. Bakið í 17-18 mínútur eða þar til toppurinn er bakaður.
  5. Setjið disk ofan á formið og snúið því hratt við. Kakan ætti að losna og þegar þið skerið í hana ætti búðingurinn að vella út. Þessa verður að borða þegar hún er ylvolg og helst með rjóma.

Umsagnir

Umsagnir