Loksins, loksins, loksins er kominn desember! Það þýðir: Það er óheyrilega stutt til jóla!

Ég er rosalega mikið jólabarn og elska allt við jólin. Órjúfanlegur partur af jólunum er klárlega að baka. Nú er ég búin að baka slatta með krökkunum, leyfa þeim að skera út mömmukökur og baka súkkulaðibitakökur svo fátt eitt sé nefnt.

Svo ákvað ég að mig langaði að baka sérstaka jólaköku og baka þá köku og skreyta alveg sjálf. Ég spáði mikið í hvernig köku mig langaði að baka og loks var eins og kviknaði á ljósaperu í hausnum á mér – Auðvitað ætti jólakakan 2020 að vera hin klassíska „Red Velvet“ kaka.

Það eru ekki allir sem þekkja rauðu flauelisdásemdina, en ég mæli hiklaust með að baka þessa dúnmjúku og gómsætu köku með hnausþykku rjómaostakremi.

Oft þarf maður að skera aðeins af kökum svo þær séu ekki rammskakka en í þessu tilviki notaði ég mulninginn til að skreyta kökuna og búa til hjartað ofan á. Mér fannst það koma vel út og miklu betra en að gúffa í sig óspennandi afskurð. Ég bjó til Rice Krispies kúlur (uppskrift hér) og skreytti kökuna með því, ásamt hvítu og rauðu nammi.

Njótum desember saman í hæfilegri fjarlægð og munum eftir jólaandanum – hann kostar ekki neitt.


Jólakaka Blaka 2020
Hráefni
Kökubotnar
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 2 hringlaga form, 18-20 sentímetra stór. Gott er að setja smjörpappír í botninn.
  2. Blandið hveiti, kakói og matarsóda saman í skál.
  3. Blandið súrmjólk, matarlit og vanilludropum saman í annarri skál. Bætið eins miklum matarlit við og þið viljið til að ná þeim lit sem þið viljið.
  4. Sykur, olía og salt fer í enn aðra skál og það þeytt vel í 2 til 3 mínútur. Eggjunum er bætt út í einu í einu og hrært vel. Þeytið þar til blandan er búin að þykkna.
  5. Síðan er skipst á að bæta þurrefnum og súrmjólkurblöndunni saman við í þremur skömmtum.
  6. Loks er edikinu bætt saman við og deiginu strax skipt á milli formanna. Bakið í 40 til 45 mínútur og leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Þeytið smjör og rjómaost saman í 4 til 5 mínútur, þar til blandan er létt og ljós.
  2. Blandið vanilludropunum saman við og síðan flórsykrinum smátt og smátt. Loks er saltinu bætt saman við og þeytt vel áður en kakan er skreytt.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.