Jæja, þá er Paleo mánuðurinn loksins búinn! Mér fannst í raun ekkert sérstaklega erfitt að borða Paleo en það var mjög, mjög, mjög erfitt að neita sér um kökur og kruðerí. Ég þurfti að baka eitthvað sem innihélt sykur og sukk fyrir aðra í þessum Paleo mánuði og það var rosalega erfitt! Ég á mjög erfitt með að baka eitthvað og bera það fram fyrir fólk ef ég hef ekki smakkað það sjálf.

En, núna er þetta búið. Og ég ákvað að fagna því með því að hafa febrúar hnetusmjörsmánuð. Því ég elska, elska hnetusmjör! Ég get borðað það eintómt – ekki dæma mig.

En mér fannst ekki nóg að starta þessum yndislega mánuði með einhverju einföldu. Ó, nei. Ég ákvað að byrja þetta með bollakökum sem eru svo stútfullar af alls konar að það líður næstum því yfir mann af gleði þegar maður tekur bita.

Þessar bollakökur eru í raun blanda af brúnku, skúffuköku og bollaköku. Hljómar vel, ekki satt? Uppskriftin er samt ekkert svakalega flókin – maður þarf bara að gefa sér tíma í þessar. Nostra við þær með ást og umhyggju.


Hnetusmjörs- og súkkulaðisprengja
Hráefni
Bollakökur
Hnetusmjörssósa
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Bollakökur
 1. Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Úr þessari uppskrift koma ca 25-30 bollakökur, allt eftir stærð.
 2. Blandið kaffi og kakó vel saman í lítilli skál og setjið til hliðar til að kólna.
 3. Blandið AB mjólk og vanilludropum saman í annarri skál og setjið til hliðar.
 4. Blandið síðan hveiti og lyftidufti saman í enn annarri skál og setjið til hliðar.
 5. Takið ykkur nú stóra skál í hönd og blandið smjöri og púðursykri mjög vel saman. Bætið salti út í blönduna og hrærið vel.
 6. Blandið eggjunum vel saman við, einu í einu.
 7. Bætið 1/3 af hveitiblöndunni saman við og hrærið vel. Bætið því næst 1/2 af mjólkurblöndunni og hrærið vel saman. Endurtakið þar til allt er vel blanda saman, endið á hveitiblöndunni.
 8. Blandið kakó- og kaffiblöndunni vel saman við og síðast majónes. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 16-18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna á meðan þið búið til sósur og krem.
Hnetusmjörssósa
 1. Setjið mjólk og hnetusmjör í lítinn pott og hitið yfir lágum hita. Hrærið þar til blandan er silkimjúk.
 2. Bætið vatninu saman við og hrærið vel þar til allt er blandað saman.
 3. Takið pottinn af hellunni og blandið vanilludropunum saman við.
 4. Hellið sósunni í skál eða krukku og leyfið henni að kólna - hún mun þykkna.
Smjörkrem
 1. Þeytið hnetusmjör og smjör saman í 3-4 mínútur.
 2. Bætið restinni af hráefnunum saman við þar til allt er vel blandað saman.
 3. Skreytið kaldar kökurnar með kreminu.
Súkkulaðibráð
 1. Setjið súkkulaði í skál. Hitið rjómann í örbylgjuofni en passið að hann sjóði ekki.
 2. Hellið heitum rjómanum yfir súkkulaðið, leyfið þessu að bíða í nokkrar sekúndur og hrærið síðan vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðnað.
 3. Skreytið kökurnar með súkkulaðibráðinni og hnetusmjörssósunni. Ég saxaði líka nokkrar salthnetur og drissaði þeim ofan á.

Umsagnir

Umsagnir