Það styttist óðum í aðventuna og hvað er nauðsynlegur fylgifiskur hennar? Jú, smákökur!

Ég byrjaði síðustu helgi að leika mér í eldhúsinu og ákvað að prófa alls konar nýtt áður en ég færi í hefðbundna baksturinn á aðventunni.

Fyrst á dagskrá voru þessar hafrakökur með Krisp-kúlum, sem er nýjung frá Nóa Siríus, og makademíuhnetum. Ég elska hafrakökur með fullt af smjöri og dásamlegheitum og þessar kökur ollu sko engum vonbrigðum.

Uppskriftin er rosalega einföld og út af því að hafrarnir sjúga svo í sig allt mögulegt þá þarf ekkert að kæla deigið áður en maður bakar. Þetta er því hin fullkomna uppskrift fyrir krakka að spreyta sig á þegar að þolinmæðin er af skornum skammti.

Það er auðvitað hægt að setja hvað sem er í þessar kökur í staðinn fyrir kúlurnar og hneturnar. Til dæmis rúsínur, súkkulaði, döðlur eða hvað sem er.

Góða skemmtun!

Hafrakökur sem gera aðventuna betri
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á 2 ofnplötur.
  2. Þeytið smjör, sykur og púðursykur vel saman í stórri skál. Blandið eggi saman við og blandið vel. Bætið því næst vanilludropum saman við.
  3. Bætið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman við og hrærið. Hrærið síðan haframjöli, kúlum og hnetum saman við með sleif eða sleikju.
  4. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Fletjið lítillega út með lófanum.
  5. Bakið í 15 til 18 mínútur eða þar til brúnirnar eru farnar að brúnast. Leyfið kökunum að kólna lítið eitt og ráðist svo á þær!

Umsagnir

Umsagnir