Ég er að fara að gifta mig í sumar og ég held að ég sé búin að finna hina einu, réttu brúðkaupsköku!

Þessi er algjört dúndur og sómir sér vel á hvaða brúðkaupsborði sem er! Ég ákvað að baka þessa í ofnskúffu og skera út litlar kökur og dugar uppskriftin í ca 10-12 kökur, allt eftir því hvað þið gerið þær stórar.

Ef þið viljið hins vegar gera 1 stóra köku þá getið þið notað þrjú 20 sentímetra form. Takk fyrir áfengisþemað og verði ykkur að góðu!


Freyðivínskökur með hindberja- og freyðivínskremi
Hráefni
Botnar
Freyðivíns- og hindberjasósa
Krem
Glassúr
Leiðbeiningar
Botnar
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið form sem þið ætlið að nota.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Hrærið smjöri og sykri vel saman í annarri skál. Bætið eggjahvítunum saman við, einni í einu og hrærið vel eftir hverja.
  4. Bætið vanilludropunum saman við og hrærið vel.
  5. Bætið á víxl þurrefnum og freyðivíni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  6. Setjið í form og bakið í 23-25 mínútur. Kælið alveg áður en kremið er sett á.
Freyðivíns- og hindberjasósa
  1. Setjið hindber í matvinnsluvél og maukið. Hellið blöndunni í gegnum gatasigti til að losna við fræin. Ef þið notið frosin ber þá verður að afþýða þau fyrst.
  2. Setjið hindberjamaukið og freyðivín í pott yfir meðalhita og leyfið léttri suðu að koma upp.
  3. Hrærið af og til í blöndunni þar til hún er helmingi minni um sig. Takið þá pottinn af hellunni og kælið blönduna.
Krem
  1. Þeytið smjör og salt saman í 4-5 mínútur.
  2. Bætið freyðivíns- og hindberjasósa og vanilludropum saman við og hrærið vel.
  3. Bætið því næst flórsykri saman við, einum bolla í einu og hrærið vel saman.
  4. Skreytið kökurnar með kreminu eins og ykkur finnst fallegast.
Glassúr
  1. Blandið öllum hráefnum saman og hellið yfir kökuna/kökurnar. Skreytið með hindberjum.

Umsagnir

Umsagnir