Ein af dætrum mínum varð tíu ára á þessu ári og vildi ólm hafa Oreo-þema í afmælinu, eins og ég sagði frá í þessari færslu.

Ég hef haft þann sið að leyfa krökkunum að stjórna ferðinni með mér þegar að barnaafmæli er í vændum og nú er þessi tíu ára orðin svo stór og skoðanaglöð að hún er með afmælisþemu alveg á hreinu.

Eitt af því sem ég töfraði fram í nýliðnu Oreo-afmæli var Oreo brúnka, eða „brownie“, sem heppnaðist svona líka vel. Nokkrum númerum of góð og var kláruð upp til agna.

Þessi brúnka er afar einföld, eins og flestar brúnkur eru, og þeir sem elska Oreo-kex verða ekki illa sviknir.

Góðar Oreo-stundir.

Brjáluð brúnka sem er nokkrum númerum of góð
Hráefni
Brúnka
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Brúnka
  1. Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form, um 18 sentímetra stórt.
  2. Blandið sykri og smjöri vel saman. Bræðið súkkulaðið sem á að fara í kökuna sjálfa og blandið saman við smjörblönduna.
  3. Bætið eggjum og vanilludropum út í og hrærið vel. Blandið hveiti, kakói og salti saman í annarri skál og hrærið saman við blautefnin þar til allt er blandað saman.
  4. Setjið helming af deiginu í botninn á forminu og raðið Oreo-kexi yfir. Hellið síðan restinni af deiginu ofan á.
  5. Bakið í 20 mínútur, en þar sem þetta er brúnka, eða „brownie“, á þessi kaka að vera aðeins mjúk og klístruð.
Súkkulaðibráð
  1. Leyfið kökunni að kólna og gerið síðan súkkulaðibráð.
  2. Hitið rjómann í 30–60 sekúndur í örbylgjuofni, eða þar til hann er heitur en ekki sjóðandi.
  3. Brjótið súkkulaðið í bita og setjið það út í rjómann. Látið það sitja í 5 mínútur og blandið síðan vel saman þar til allt súkkulaði er bráðnað. Hellið yfir kökuna og berið fram.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur and tagged .