Ég átti svo æðislega mergjaða kvöldstund í síðustu viku. Ég nefnilega fór á konfektnámskeið Nóa Siríus þar sem konfektmeistarinn Axel Þorsteinsson leiddi mig og vinkonur mínar í allan sannleikann um hvað það er óstjórnlega auðvelt að búa til sitt eigið konfekt. Eitthvað sem heldur betur kemur sér vel svona korter í jól.
Axel er yfirkonditor á Apotek Restaurant og meðlimur í kokkalandsliðinu þannig að hann veit hvað hann syngur. Námskeiðið var bara eina kvöldstund en mér finnst ég hafa lært mjög margt, allavega nógu mikið til að búa til mitt eigið konfekt. Ég nefnilega bjó til fullt af konfekti á námskeiðinu sem mátti taka með heim en það var gefið að það entist varla út næsta dag. Og já, ég át það allt sjálf með tilheyrandi sykursjokki.
Það eru nokkur pláss laus á námskeiðið í október og nóvember eins og sjá má á Facebook-síðu Nóa Siríus en til að kynda ykkur aðeins læt ég fylgja með eina uppskrift að konfekti að hætti Axels.
Sjá skemmtilegt myndband af Axeli töfra fram konfekt hér.
|
|
- 150g Siríus rjómasúkkulaði
- 150g lakkrískurl
- 35g ristaðar kasjúhnetur
- 35g ristaðar pistasíur
- Bræðið Siríus rjómasúkkulaðið og blandið hnetunum saman við.
- Setjið svo blönduna með teskeið á smjörpappír.
- Skreytið molana og setjið í kæli í 1 klukkustund.