Ég hef áður látið gamminn geysa um ágætu könnukaka enda er þetta eitt af því auðveldasta sem þið gerið í eldhúsinu og tilvalið fyrir þá sem eru ekki góðir í bakstri en vilja verða betri.

Hér kemur þemað sterkt inn og er þessi einfalda könnukaka stútfull af dásamlegum lakkrís.

Eigið þið fimm mínútur aflögu? Gerið þá þessa köku!


Könnukaka með lakkrís
Leiðbeiningar
  1. Blandið öllum hráefnunum vel saman í könnu sem þolir örbylgjuofn.
  2. Skellið könnunni inn í örbylgjuofn í tvær og hálfa til þrjár mínútur.
  3. Ef þið viljið er mjög gómsætt að hella smá lakkríssírópi frá Johan Bülow ofan og ég skreytti mína með lakkrískúlu frá honum því þær eru stórkostlegar.

Umsagnir

Umsagnir