Eiginmaður minn er ofboðslega lítið hrifinn af köku sem er vandamál á heimilinu því þá lendi ég í því að gúffa öllum kræsingunum í mig ein og óstudd.

Ég hef því lengi leitað að kruðeríi sem honum finnst jafngott, ef ekki betra, og mér. Og einu sinni þegar ég var að prufa mig áfram með þjóðaeftirrétti hitti ég á réttu kökuna. Kanadískan eftirrétt sem heitir Nanaimo-bitar og heitir í höfuðið á borginni Nanaimo í British Columbia.

Þetta er rosalega einfaldur eftirréttur og er leynihráefnið vanillubúðingsduft sem gerir kremið dúnmjúkt og ómótstæðilegt með öllu. Ég mæli hiklaust með þessari uppskrift!


Uppáhaldskaka eiginmannsins
Leiðbeiningar
Botn
  1. Klæðið 20x20 cm form með smjörpappír og látið hann ná upp á hliðarnar.
  2. Blandið öllu vel saman nema smjöri og eggi. Blandið því næst smjöri og eggi saman við.
  3. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og bakið við 180°C í 10 mínútur. Leyfið botninum að kólna alveg.
Miðlag
  1. Blandið smjöri, búðing og dropum vel saman og bætið því næst flórsykri og rjóma varlega saman við.
  2. Smyrjið þessu yfir botninn og kælið í 1 klukkustund.
Ofan á
  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman og smyrjið því yfir kökuna. Kælið í 30 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir