Jæja, þá er komið að síðustu uppskriftinni í piparmyntumánuðinum og hún er sko ekki af verri endanum!

Mér fannst svo óralangt síðan ég hlóð í dásamlegar smákökur að ég sló til því mér persónulega finnst piparmynta öskra á smákökur!

Hér erum við að tala um ofureinfalda uppskrift að smákökudeigi sem þarf ekkert að kæla í ísskápi áður en maður bakar. Ykkur er auðvitað velkomið að kæla það ef þið viljið en fyrir svona óþolinmóðar týpur eins og mig er mjög gott að geta bara smellt því beint á ofnplötuna.


Ómótstæðilegar piparmyntukökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190°C og klæðið 2-3 ofnplötur með smjörpappír.
  2. Blandið smjör og sykri vel saman í skál og bætið því næst eggjum og piparmyntudropum saman við.
  3. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í annarri skál.
  4. Blandið hveitiblöndunni vel saman við smjörblönduna.
  5. Blandið súkkulaðinu varlega saman við með sleif eða sleikju.
  6. Setjið ca matskeiðarstórar porsjónir af deiginu á plöturnar með góðu millibili þannig að ca 9 kökur séu á hverri plötu.
  7. Bakið í 10-12 mínútur og leyfið kökunum að kólna lítið eitt áður en þið borðið þær.

Umsagnir

Umsagnir