Það er svo óskaplega stutt í jólin en samt er svo erfitt að bíða. Ég er nú þegar búin að baka þær smákökusortir sem vekja mesta lukku, sem sagt lakkrístoppa og mömmukökur, en ákvað að prófa líka eitthvað nýtt.

Þessar kökur líta út eins og hefðbundnar súkkulaðibitakökur en eru það svo sannarlega ekki. Þær innihalda kyngimagnað leynihráefni sem ég hef oft talað um áður – nefnilega brúnað smjör.

Brúnað smjör og Butterscotch

Brúnað eða brúnt smjör er búið til með því að bræða smjör og láta það malla þar til það er hætt að freyða, orðið brúnt og komin þessi dýrindis karamellulykt af því. Ég mæli með því að þið prófið þetta því lyktin er svo góð að ég get ekki lýst henni með orðum.

Brúnt smjör og pekanhnetur

Bragðið af brúnuðu smjöri í bakkelsi er líka algjört dúndur og finnur maður strax hvernig það umlykur kökurnar og gefur því ómótstæðilega lykt og bragð. Er ég ekki örugglega búin að sannfæra ykkur um að prófa brúnað smjör?

Ef að þið viljið prófa eitthvað nýtt í smákökubakstrinum í ár þá mæli ég með þessum kökum!


Ómótstæðilegar smákökur með leynihráefni
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hér byrjum við á að brúna smjörið en það er ofureinfalt. Setjið smjör í pott og bræðið það yfir miðlungshita. Passið að hræra stanslaust í smjörinu. Leyfið smjörinu að sjóða en þá myndast loftbólur og blandan gefur frá sér hljóð sem minna helst á brothljóð. Það gerist því vatnið er að gufa upp úr smjörinu. Leyfið því að malla í pottinum þangað til brothljóðin minnka og loftbólur hætta að myndast. Þá kemur froða á yfirborð smjörsins og litur þess breytist úr gulum í ljósbrúnan og loks dökkbrúnan. Þetta tekur um átta til tíu mínútur en passið ykkur - smjörið getur brunnið við á nokkrum sekúndum. Um leið og smjörið er orðið dökkbrúnt og lyktin af því minnir á karamellu þá er það tilbúið. Takið pottinn af hellunni og hellið smjörinu í skál. Setjið inn í ísskáp eða frysti og kælið í tvo klukkutíma.
  2. Blandið hveiti, salti og matarsóda vel saman í annarri skál. Blandið púðursykri og sykri vel saman við smjörið. Bætið síðan eggi og eggjarauðu saman við.
  3. Blandið þurrefnum saman við smjörblönduna. Blandið síðan mjólk og vanilludropum vel saman við.
  4. Blandið súkkulaði og hnetum saman við með sleif eða sleikju. Kælið deigið í ísskáp í klukkutíma.
  5. Hitið ofninn í 175°C og takið til ofnplötur. Klæðið þær með smjörpappír. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Bakið í 10 til 14 mínútur, eða þar til kantarnir hafa tekið góðan lit. Leyfið kökunum að kólna lítið eitt og hefjist svo handa við gúffið.

Umsagnir

Umsagnir