Eins og hefur komið fram fer ég í algjöra konfektmaníu þegar að jólin nálgast.

Í ár ákvað ég að byrja mjög snemma svo ég væri búin að gera nokkrar tegundir í byrjun desember og gæti slappað af og einbeitt mér að öðrum hlutum. Líklegast fer þetta þó þannig að ég held áfram alveg fram á aðfangadagskvöld, þar sem ég stend alltaf í þeirri trú, alveg sama hvað ég geri mikið, að það sé ekki nóg fyrir alla. Svo er ég rosa hissa að finna súkkulaði- og karamellusull út um allt hús langt fram á sumar.

Ég er ofboðslega hrifin af einföldum uppskriftum, eins og þið hafið kannski tekið eftir, en meðfylgjandi uppskrift er svo sannarlega einföld. Þessa dásemdarhnoðra geta allir gert.

Svo er stór plús að það er hægt að útbúa þetta í örbylgjuofni þannig að fyrirhöfnin er í algjöru lágmarki.

Ég mæli með þessum hnoðrum sem eru stútfullir af karamellu, salthnetum og ást!

Góður biti.


Karamella, salthnetur og súkkulaði - æðislegt jólakonfekt
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Setjið karamellur, rjóma og smjör í skál sem þolir örbylgjuofn. Hitið í 30 sekúndur í senn og hrærið alltaf á milli þar til allt er bráðnað saman.
  2. Blandið hnetunum strax vel saman við og leyfið þessu að bíða í um 15 mínútur, eða þar til karamellan er aðeins farin að storkna.
  3. Setjið smjörpappír á bakka og notið teskeið til að taka hæfilega munnbita af blöndunni úr skálinni og raðið á smjörpappír.
  4. Skellið þessu inn í ísskáp í hálftíma eða í frysti í um 10 mínútur. Bræðið síðan súkkulaðið og súkkulaðihúðið karamellubitana. Nammi!

Umsagnir

Umsagnir