Jæja, núna hvílum við sítrónur og mangó og snúum okkur að ferska sumarávextinum ananas. Ef það kæmi einhvern tímann sumar á þessu verðubarna skeri gætum við setið undir berum himni, sleikt sólina og borðað safaríkan ananas í tonnavís. En út af því að það er vissara að halda sig heima er tilvalið að skella í þessar ananasbollakökur. Þær gætu ekki verið einfaldari og ekki skemmir fyrir að þær eru einstaklega lekkerar!
Ananasbollakökur
|
|
Hráefni
- 1 2/3bolli Kornax-hveiti
- 1tsk lyftiduft
- 1/2tsk salt
- 115g mjúkt smjör
- 1/4bolli ljós púðursykur
- 1/2bolli sykur
- 1tsk vanilludropar
- 2 egg
- 1 dós (225 g) ananas
Kókoskrem
- 225g mjúkt smjör
- 3bollar flórsykur
- 7msk kókosmjólk
- 1tsk vanilludropar
Leiðbeiningar
- Hitið ofninn í 180°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál og setjið til hliðar.
- Blandið saman smjöri, púðursykri og sykri í annarri skál. Bætið vanilludropunum út í og síðan eggjunum, einu í einu.
- Hrærið ananasinn, ásamt safanum af honum, varlega saman við með sleif. Deilið á milli möffinsforma og bakið í 15 til 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á.
Kókoskrem
- Blandið smjöri og flórsykri vel saman.
- Bætið því næst kókosmjólk og vanilludropum saman við og hrærið vel.
- Skreytið kökurnar og drissið jafnvel kókosmjöli og ananas yfir.