Þessir litlu, sætu, ómótstæðilegu molar eru byggðir á vinsæla eftirréttinum Rocky Road en í honum þarf absalút að vera súkkulaði og sykurpúðar. Annars vantar allt Rocky og allt Road.

Ég ákvað að setja Rocky Road í smá sparibúning og henda inn smá lakkrís og hnetum til að poppa þetta aðeins upp. Og já, það virkaði svo sannarlega. Ég notaði nefnilega lakkrísmöndlur frá Johan Bülow sem eru svo góðar að það liggur við að ég trúi ekki að þær séu búnar til af mönnum. Algjört englafóður.

Það er einstaklega sniðugt að bjóða upp á svona litlar dúllur með kaffinu og tilvalið að geyma þetta bara í frysti – þá endast bitarnir næstum því endalaust.


Unaðslegir sykurpúða- og lakkrísbitar
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að setja smjörpappír í kassalaga form og strá nokkrum sykurpúðum yfir pappírinn.
  2. Saxið niður hnetur, ég notaði pekanhnetur og venjulegar möndlur, og lakkrísmöndlur.
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið og blandið síðan restinni af sykurpúðunum, hnetunum og lakkrísmöndlunum saman við.
  4. Hellið blöndunni yfir hina sykurpúðana í forminu og setjið herlegheitin inn í ísskáp eða frysti þar til allt er storknað og flott.

Umsagnir

Umsagnir