Ég hef áður látið gamminn geysa um fudge, eða mjúkar konfektkaramellur, en ég er algjörlega sjúk í þetta lostæti.
Þess vegna ákvað ég að skella í nokkrar Snickers-karamellur því þetta er svo einfaldur unaður en jafnframt mjög gómsætur. Svo er uppskriftin svo einföld að fjögurra mánaða dóttir mín gæti næstum því gert þetta.
Í þessari uppskrift er sæt mjólk, eða sweetened condensed milk, en ef þið eigið í erfiðleikum með að finna hana þá mæli ég með Asian Supermarket í Skeifunni. Ég fer þangað reglulega til að byrgja mig upp af þessari einu mjólk sem ég elska og hún er alltaf til hjá þeim.
En nóg um mjólk. Dagurinn í dag er karamelludagur! Þeir eru bestu dagarnir!
Unaðslegar Snickers-karamellur
|
|
Hráefni
- 3bollar dökkt súkkulaði(grófsaxað)
- 1dós sæt mjólk (sweetened condensed milk)
- 2 bollar Snickers(saxað)
Leiðbeiningar
- Takið til kassalaga form, smyrjið það og setjið bökunarpappír í það sem nær aðeins upp á hliðunum.
- Setjið súkkulaði og mjólk í pott og bræðið saman yfir meðalhita.
- Takið af hellunni þegar allt er vel blandað saman og hellið helmingi af blöndunni í formið.
- Dreifið einum bolla af Snickers yfir blönduna og hellið síðan hinum helmingnum yfir. Dreifið loks hinum bollanum af Snickers yfir herlegheitin.
- Setjið í ísskáp yfir nótt eða að minnsta kosti átta klukkustundir.