Ég klóraði mér lengi í hausnum yfir því hvað ég ætti að skíra þessa köku. Þetta er nefnilega eiginlega ekki kaka. Þetta er meira eftirréttur. Eða gums. Súkkulaðisykurgums sem þykist vera kaka en er bara samsuða af öllu því sem er óhollt. Og já, þetta gums er massagott  volgt með ís.

Súkkulaðisprengja nær að fanga anda gumsins ágætlega og því held ég mig við það. Það er hægt að leika sér endalaust með þessa uppskrift og verið endilega óhrædd við að prufa nýja hluti í eldhúsinu. Þetta er bara mín útgáfa en það er leikur einn að búa til sína eigin súkkulaðisprengju sem er sérhönnuð eftir þínum þörfum.

Nota bene – ef þú ert í megrun, nei ég meina ganga í gegnum „lífsstílsbreytingu“ er þetta ekki gumsið fyrir þig. Ef þú þolir ekki súkkulaði er þetta ekki gumsið fyrir þig. Ef þú borðar ekki sykur er þetta ekki gumsið fyrir þig. Ef þú ert svona frík sem predikar yfir öðrum og dæmir þá sem leggja sér óhollustu til matar þá máttu hypja þig eitthvað annað! #AlltErGottÍHófi


Súkkulaðisprengja
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°. Myljið hafrakexið og bræðið smjörið. Blandið þessu tvennu saman og þrýstið í bökunarform að eigin vali.
  2. Hellið „condensed milk“ yfir hafrakexbotninn.
  3. Stráið súkkulaðinu og Butterscotch-bitunum yfir. Að lokum er kókosflygsunum stráð yfir.
  4. Takið ykkur skeið í hönd og þrýstið blöndunni vel ofan í formið.
  5. Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið aðeins að kólna áður en þið hefjist handa við að klára þessi ósköp. Nú eða leyfið þessu alveg að kólna og hitið upp þegar gesti ber að garði!

Umsagnir

Umsagnir