Þeir sem þekkja mig og minn bakstur vita að ég veit fátt skemmtilegra en að baka eitthvað sem leynir á sér.

Mér áskotnaðist hunang og þar sem ég er minnsta tedrykkjukona í heimi ákvað ég að finna út hvað ég gæti bakað gómsætt úr þessu forláta hunangi. Útkoman eru þessar kökur sem leyna á sér og spilar þema mánaðarins, hvítt súkkulaði, stórt og mjög mikilvægt hlutverk í þessari uppskrift.


Hunangskökur með óvæntum glaðningi
Hráefni
Kökur
Fylling
Krem
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið smjöri og sykri vel saman og því næst egginu.
  3. Blandið hunangi og vanilludropum vel saman við smjörblönduna.
  4. Blandið þurrefnum og mjólk saman við smjörblönduna, sitt á hvað í þremur hollum. Skiptið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 17-20 mínútur.
Fylling
  1. Setjið hvítt súkkulaði og hunang í skál. Hitið rjómann þar til hann sýður og hellið honum yfir súkkulaðið og hunangið.
  2. Leyfið blöndunni að standa í um mínútu. Hrærið síðan þar til súkkulaðið er bráðnað.
  3. Skerið holu í bollakökurnar þegar þær hafa kólnað - passið bara að skera ekki alla leið í gegn!
  4. Setjið dass af fyllingu í hverja holu.
Krem
  1. Blandið öllu vel saman og skreytið kökurnar að vild. Ég missti mig aðeins með sprautuna!

Umsagnir

Umsagnir