Þó ég hafi vissulega gefið út bók sem er stútfull af sykri og flestar uppskriftir hér inni séu gjörsamlega löðrandi í alls kyns „óhollu“ gúmmulaði þá finnst mér stundum gaman að leika mér með önnur hráefni.

Ég er ekki sú besta að vinna með annað en sykur, smjör og hveiti, en með þessari uppskrift fór ég gjörsamlega fram úr eigin getu því þessir súkkulaðibitar eru algjört lostæti. Meira að segja yngsta barninu á heimilinu finnst bitarnir æði!

Í þessum bitum er ekkert hveiti og enginn hvítur sykur, en hægt er að sykra hana örlítið upp með því að nota súkkulaði sem er sykrað. Uppskriftin er mjög einföld og maður þarf ekki að eiga milljón mismunandi hráefni heldur er eina hráefnið sem er framandi sykur með Stevíu.

Ég bakaði þessa köku í kassalaga formi og skar niður í bita en auðvitað er hægt að bera þetta fram sem köku, jafnvel með þeyttum rjóma eða súkkulaðibráð með sykurlausu súkkulaði og rjóma brætt saman. Mér fannst það bara óþarfa vesen því bitarnir eru afskaplega bragðmiklir og góðir án nokkurs vesens.

Aðeins í hollari kantinum – rosalega djúsí!


Súkkulaðibitar í hollari kantinum
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C og takið til form, sirka 18 sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og smyrjið með smá olíu.
  2. Setjið vatn í pott og náið upp suðu við meðalhita. Setjið súkkulaði og kókosolíu í skál sem þolir hitann og bræðið saman yfir vatnsbaði.
  3. Þegar það er bráðið takið þið pottinn af hellunni en haldið skálinni yfir heita vatninu. Blandið sætuefni, vanilludropum, kaffi og salti vel saman við.
  4. Blandið síðan eggjum vel saman við og loks kókosrjóma og kakó. Þeytið vel og hellið blöndunni síðan í formið.
  5. Bakið í 15 til 20 mínútur og leyfið kökunni síðan að kólna í forminu í um hálftíma áður en hún er tekin úr forminu og skorin í bita.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.