Hvað er mikið Snickers í því? Það er einfalt svar við því: Mjöööög mikið!
Ég elska pönnukökur og get borðað þær í massavís en þessar pönnukökur eru á allt öðru leveli. Ef þú býður í brönsj ættirðu að bjóða upp á þessar í eftirrétt – gestirnir eiga eftir að elska þig að eilífu! Ég lofa!
Uppskriftin er rosalega einföld en ef þú átt uppskrift að amerískum pönnukökum sem þér finnst góð geturðu einfaldlega bætt Snickers-i út í hana. En það góða við þessa uppskrift er að pönnukökurnar eru ekta amerískar – rosalega þykkar og flöffí þannig að ég mæli eindregið með þessari uppskrift.
Njótið!
Snickers-pönnukökur með Snickers-sírópi
|
|
Hráefni
Pönnukökur
- 1 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1msk sykur(má sleppa)
- 1tsk lyftiduft
- 3/4tsk matarsódi
- 1 Nesbú-egg
- 1 1/3bolli sýrður rjómi
- 60g brætt smjör
- 2 Snickers(söxuð)
- olía(til steikingar)
Síróp
- 3 Snickers(söxuð)
- 1/4bolli rjómi
- 1/4bolli hlynssíróp
Leiðbeiningar
Pönnukökur
- Blandið þurrefnum vel saman í skál og setjið til hliðar.
- Blandið eggi og sýrðum rjóma vel saman og blandið því saman við þurrefnin ásamt smjörinu.
- Blandið Snickers-bitunum varlega saman við.
- Hitið olíu á pönnu og steikið pönnukökurnar yfir meðalhita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.
Síróp
- Setjið Snickers og rjóma í pott og hitið yfir meðalhita þar til allt er bráðið og blandað saman.
- Takið pottinn af hellunni og bætið sírópinu saman við.