Nýr mánuður, nýtt þema. Og þvílíkt þema! Snickers-þema!

Ég er búin að vera sveitt í eldhúsinu að prófa nýjar uppskrift og ég sver það að ég er orðin þreföld – sem er rosa slæmt þar sem ég er nú einu sinni nýbúin að eignast barn og á eiginlega enga innistæðu fyrir aukakílóunum. En ég neita að vera með samviskubit því þessar nóvemberkökur eru svoooo góðar!

Fyrsta uppskriftin er af köku sem er svo óstjórnlega góð að það hálfa væri aldeilis meira en nóg! Svo er uppskriftin að sjálfsögðu ofureinföld og hráefnin til í næstu búð. Eini gallinn við þessa dásemd er að hún klárast alltof fljótt. Og maður verður smá klístraður á puttunum. Só með það!


Snickers- og hnetubrjálæði
Hráefni
Botn
Fylling
Skreyting ofan á
Leiðbeiningar
Botn
  1. Hitið ofninn í 190°C og smyrjið ílangt form. Setjið líka bökunarpappír í botninn og aðeins upp með hliðunum þannig að auðvelt sé að taka kökuna úr forminu.
  2. Blandið smjöri, sykri og vanilludropum vel saman og bætið síðan hveiti og salthnetum vel saman við.
  3. Þrýstið blöndunni vel niður í formið og bakið í 12 til 15 mínútur. Leyfið botninum að kólna í 10 mínútur.
  4. Skerið Snickers-stykkin niður í sneiðar og raðið ofan á botninn.
Fylling
  1. Hrærið öllum hráefnum vel saman, hellið blöndunni yfir botninn og bakið í 20 til 25 minútur. Leyfið að kólna í hálftíma.
Skreyting ofan á
  1. Smyrjið hnetusmjörinu ofan á kökuna. Dreifið því næst salthnetunum yfir hnetusmjörið og drissið síðan súkkulaðinu yfir hnetuna.
  2. Kælið í ísskáp í að minnta kosti klukkustund en þessa er hægt að geyma í frysti í um 3 vikur.

Umsagnir

Umsagnir