Nei þetta er sko ekki grín! Ég bakaði í alvöru kleinuhringjaköku!
Hugmyndin kviknaði þegar haft var samband við mig frá kökublaði Vikunnar og ég beðin um að deila uppskrift. Þá fór keppnismanneskjan í mér á fullt og ætlaði ég sko að „vinna“ kökublaðið. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að búa til kleinuhringjaköku þar sem mikið kleinuhringjaæði er búið að grípa um sig á Íslandi.
Þessi kaka er pínu maus en ef ykkur langar að gera svipað en meikið ekki vesenið þá getið þið keypt allt tilbúið út í búð og bara sett hana saman.
Hér erum við sem sagt að tala um Snickers-kleinuhringi, súkkulaðibúðing, smjörkrem með súkkulaði og hnetusmjöri, Snickers-sósu og fullt, fullt af Snickers! Eigum við ekki bara að fá uppskriftina? Hún er tryllt!
Snickers-kleinuhringjakaka
|
|
Hráefni
Kleinuhringir
- 240g Kornax-hveiti
- 3/4bolli kakó
- 6msk sykur
- 1 1/2tsk lyftiduft
- 1tsk salt
- 9msk sýrður rjómi
- 2 Nesbú-egg
- 4 1/2msk olía
- 90g salthnetur
- 2 Snickers(söxuð)
Súkkulaðibúðingur
- 1 1/2bolli nýmjólk
- 1/2bolli rjómi
- 1tsk vanilludropar
- 2msk kakó
- 2msk maizena
- 4 Nesbú-eggjarauður
- 2msk kalt smjör
- 1msk kalt hnetusmjör
Smjörkrem
- 100g mjúkt smjör
- 6bollar flórsykur
- 2tsk vanilludropar
- 2msk kakó
- 2msk hnetusmjör
- smá salt
- 8-10 msk mjólk
Leiðbeiningar
Kleinuhringir
- Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaform vel en þessi uppskrift passar fyrir akkúrat 9 kleinuhringi.
- Blandið hveiti, kakói, sykri, lyftidufti og salti vel saman í skál.
- Hrærið því næst sýrða rjómanum saman við og síðan eggjunum, einu í einu.
- Blandið síðan olíunni saman við og hrærið vel.
- Hrærið salthnetum og Snickers varlega saman með sleif eða sleikju.
- Bakið í 12 til 14 mínútur og leyfið hringjunum aðeins að kólna áður en þið takið þá úr mótunum.
Súkkulaðibúðingur
- Best er að gera búðinginn daginn áður en kakan er sett saman.
- Setjið mjólk, rjóma, vanilludropa, kakó, sykur, maíssterkju og eggjarauður í pott og hrærið vel saman.
- Hitið blönduna yfir meðalhita og hrærið stanslaust í blöndunni þar til hún byrjar að þykkna.
- Þegar hún er orðin vel þykk hafið pottinn þá á hellunni í um mínútu í viðbót.
- Takið af hellunni og hrærið smjörinu og hnetusmjörinu saman við.
- Hellið blöndunni í gegnum fínt gatasigti til að sigta út ef eggin hafa eldast. Setjið í skál, setjið plastfilmu yfir og setjið inn í ísskáp, helst yfir nótt en allavega í 2-3 klukkutíma.
Smjörkrem
- Hrærið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst restinni af hráefnunum saman við.
Snickers-sósa
- Hitið rjómann í örbylgjuofni eða potti.
- Þegar rjóminn er farinn að sjóða er honum hellt yfir Snickers-ið.
- Leyfið blöndunni aðeins að bíða og hrærið síðan saman þar til allt súkkulaði er bráðnað.
Kakan sett saman
- Takið fram fallegt fat. Hafið þrjá kleinuhringi heila en skerið hina í helminga. Setjið heila hringinn í miðjuna á disk eða fati og raðið fjórum helmingum á hverja hlið.
- Smyrjið búðingnum í öll göt sem þið sjáið og sprautið síðan smjörkreminu yfir herlegheitin.
- Saxið niður eitt Snickers og dreifið því yfir smjörkremið.
- Þetta er endurtekið fyrir næstu tvö lög nema betra er að hringirnir sem eru hálfir fari ekki beint ofan á hvorn annan svo kakan verði ekki óstöðug.
- Svo er Snickers-sósunni hellt yfir dásemdina og hún skreytt með meira Snickers.