Ég veit fátt betra en að vakna með krökkunum um helgar og skella í eitt stykki snúðadeig. Horfa síðan á nokkrar teiknimyndir, læðast í burtu, rúlla upp snúðunum og finna svo ilminn fylla íbúðina.

Ég elska, elska, elska gómsæta snúða og hef bakað talsvert mikið af snúðum í gegnum tíðina. Um síðustu helgi ákvað ég að breyta aðeins til og prófa mig áfram með vel kryddaða fyllingu á móti sætsúrum glassúr. Þvílík negla!

Þessi snúðar eru unaðslegir, þó ég segi sjálf frá. Ég er ekki mikið með glassúr á snúðunum mínum en á þessum finnst mér algjört möst að gúffa þeim í sig með þessum æðislega sítrónugljáa.

Uppskriftin er einföld og um að gera að hafa það kósí á meðan deigið hefast.

Og hafa það svo kósí í snúðaáti!


Pistasíusnúðar með sítrónuglassúr
Hráefni
Deig
Fylling
Glassúr
Leiðbeiningar
Deig
  1. Hitið mjólkina að líkamshita. Bætið geri og sykri saman við og látið þetta bíða þar til blandan byrjar að freyða, í 5-10 mínútur.
  2. Blandið restinni af hráefnunum saman við, en byrjið hægt með hveitið og bætið smátt og smátt út í þar til deigið er ekki klístrað lengur.
  3. Hyljið skálina með viskastykki og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund.
Fylling
  1. Setjið allt nema smjörið í matvinnsluvél og saxið þar til pistasíuhneturnar eru á stærð við hrísgrjón.
  2. Fletjið út deigið og dreifið brædda smjörinu yfir það með pensli eða skeið. Dreifið fyllingunni yfir því næst. Rúllið deiginu upp og skerið í snúða.
  3. Raðið snúðunum í eldfast mót sem er búið að smyrja eða á smjörpappírsklædda ofnplötu. Leyfið snúðunum að hefast í um 15 mínútur í viðbót.
  4. Hitið ofninn í 180°C og bakið í um 20 mínútur. Leyfið þeim að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á.
Glassúr
  1. Þeytið rjómaostinn þar til hann er kekkjalaus. Bætið lemon curd út í, síðan flórsykrinum. Svo er mjólkinni bætt smátt og smátt við þar til ykkur finnst glassúrinn vera hæfilega þykkur. Einnig er um að gera að leika sér með lemon curd og jafnvel bæta við meiru af því ef vill.

Umsagnir

Umsagnir