Ég er að segja ykkur það krakkar – þessar bollakökur eru alveg með því besta sem ég hef bakað. Og kremið – maður minn, hvað það er sjúkt! Þið bara verðið að baka.
Ok, ok, ég veit að ég er alltaf að hvetja ykkur til að fara rakleiðis inn í eldhús og baka en þegar svona piparmyntuhimnaríki er annars vegar þá eigið þið hreinlega ekki eftir að sjá eftir því. Ég fæ vatn í munninn bara við að skrifa þetta! Ok, bæ!
Piparmyntukökur með rjómaostakremi
|
|
Hráefni
Kökur
- 115g mjúkt smjör
- 1/2bolli sykur
- 1/2bolli púðursykur
- 3/4bolli mjólk
- 1 Nesbú-egg
- 1/2tsk piparmyntudropar
- 1 2/3bolli Kornax-hveiti
- 1/2tsk salt
- 1/2tsk lyftiduft
- 1/4tsk matarsódi
- 6 Remi-kex(söxuð)
Krem
- 115g mjúkt smjör
- 115g mjúkur rjómaostur
- 280g flórsykur
- 1/4tsk piparmyntudropar
- grænn matarlitur(ef vill)
Leiðbeiningar
Kökur
- Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 múffuform.
- Blandið smjöri, sykri og púðursykri mjög vel saman. Bætið síðan eggi, piparmyntudropum og mjólk saman við.
- Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda vel saman í annarri skál.
- Blandið hveitiblöndunni varlega saman við smjörblönduna. Blandið síðan Remi-kexbitunum varlega saman við með sleif.
- Deilið deiginu á milli múffuformanna og bakið í 21-23 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
- Þeytið smjörið í 2 mínútur og blandið síðan rjómaostinum vel saman.
- Bætið því næst flórsykri, piparmyntudropum og matarlit saman við og hrærið vel. Ef ykkur finnst blandan of þykk má bæta við smá mjólk.
- Skreytið kökurnar og gúffið í ykkur!