VARÚÐ! Ekki búa þessar trufflur til ef þið hatið rjómaost, piparkökur og hvítt súkkulaði! Það þarf nefnilega ekkert meira til að búa þessar til. Og þær eru svo ljúffengar – það er að segja ef maður elskar gúmmulaðið sem ég var að telja upp.

Trufflurnar er hægt að geyma heillengi í frysti og því tilvalið að búa bara til nógu margar og eiga alltaf nokkrar í frystinum þegar einhver sækir mann heim.

 

Piparkökutrufflur
Leiðbeiningar
  1. Myljið piparkökurnar í matvinnsluvél eða með því að setja þær í poka og renna kökukefli yfir þær nokkrum sinnum.
  2. Blandið piparkökumylsnunni og rjómaostinum vel saman. Búið til litlar kúlur úr blöndunni, setjið þær á disk sem er bökunarpappírsklæddur og skellið disknum inn í frysti í um það bil hálftíma.
  3. Bræðið hvíta súkkulaðið og dýfið kúlunum ofan í. Skreytið trufflurnar áður en súkkulaðið harðnar en ég ákvað að mylja piparkökur yfir þær.

Umsagnir

Umsagnir