Já, ég veit að þessi fullyrðing hljómar frekar brött. Bestu bollakökur í heimi – getur það verið? Jú, ég hef borðað minn skammt, og annarra manna skammta, af bollakökum í gegnum tíðina og ég get fullyrt að þessar bollakökur eru þær langbestu sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Og fullt af öðru fólki finnst það líka. Þannig að þið verðið bara að prófa þær til að trúa. Hendið bara í þær á degi þar sem þið eruð í góðu jafnvægi og alveg sama þó þið líðið út af í súkkulaðirjómaostavímu.

Í þessum kökum er mitt eftirlætissúkkulaði – trufflur frá Lindt. Trufflurnar sem ég nota í þessar eiga að vera hvítar en þar sem það er stundum erfitt að finna box á Íslandi með bara hvítum trufflum þá hef ég brugðið á það ráð að nota líka mjólkursúkkulaðitrufflurnar. Þið getið svo leikið ykkur með þetta eftir því hvaða trufflur þið eigið.

Og já, ég veit að Lindt-trufflur eru ekki ódýrasta stöffið á markaðnum en trúiði mér – þessar kökur eru þess virði að spreða í þær.


Bestu bollakökur í heimi
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 170°C. Stífþeytið eggjahvíturnar í tandurhreinni skál.
  2. Hrærið hveiti og lyftiduft saman í annarri skál. Blandið mjólk og vanilludropum saman í enn annarri skál.
  3. Í fjórðu skálinni hrærið þið síðan saman smjör og sykur. Bætið sýrða rjómanum út í þá blöndu og hrærið vel.
  4. Skiptist síðan á að blanda mjólkur- og hveitiblöndunni saman við smjörblönduna. Að lokum er eggjahvítunum blandað varlega saman við með sleikju.
  5. Setjið herlegheitin í form og bakið í 15 til 20 mínútur. Á meðan er gott að skera Lindt-trufflurnar í tvennt.
  6. Skerið lítið X ofan í hverja bollaköku um leið og þið takið þær úr ofninum. Þrýstið Lindt-trufflu ofan í og horfið á gotteríið bráðna ofan í kökuna. Mmmmm. Kælið kökurnar alveg áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því að kólna í þrjár mínútur.
  2. Blandið síðan öllum hráefnum saman og skreytið kökurnar.

Umsagnir

Umsagnir