Elsku vinir, nú styttist alveg svakalega í jólin og mig langaði svo ógurlega að búa til köku sem öskrar á aðventuna.

Mér finnst hafa tekist nokkuð vel upp hjá mér, þó ég segi sjálf frá. Ég var alveg klár á því að ég vildi hafa kökubotnana sjálfa kryddaða, ekki ósvipaða piparkökum sem ég elska út af lífinu. Ég vildi að botnarnir væru bragðsterkir og því sparaði ég ekki kanilinn, negulinn, múskatið og engiferið. Nammi, nammi, namm!

Svo er ég nýlega dottin inn á það að fá mér alls konar jólakaffi. Alla jafna drekk ég bara svart kaffi, ekki með dropa af mjólk, en það kemur eitthvað yfir mig í aðdraganda jóla. Jólaljósin, myrkrið, kuldinn, jólalögin og pakkaböndin hafa þau áhrif á mig að ég byrja að panta alls konar undarlega drykki eins og piparköku latte og karamellu cappuccino. Og vitiði hvað – mér finnst þessir undarlegu drykkir bara ansi hreint ljúffengir!

Með þessi undarlegheit í maganum ákvað ég að kremið utan um þessa krydduðu köku yrði að vera einhvers konar kaffikrem. Þið getið náttúrulega gert hvaða krem sem er en mér finnst þessi blanda af léttum kaffikeim og bragðsterkri kryddköku algjörlega óviðjafnanleg. Svo toppaði ég herlegheitin með brenndu möndlunum mínum, en uppskriftina að þeim má finna hér.uppskriftina að þeim má finna hér.

Kæru vinir – það er fátt sem tryggir skemmtilegri samveru meira en að baka. Njótið aðventunnar!


Piparkökukaka með kaffikremi
Hráefni
Kökubotnar
Krem
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofninn í 180°C með blæstri og takið til 2 hringlaga form, sirka 18 sentímetrar að stærð. Smyrjið þau og leggið smjörpappír í botninn og leggið til hliðar.
  2. Þeytið smjörið í nokkrar mínútur og bætið svo sykrinum saman við. Hrærið þetta vel saman þar til blandan er létt og ljós.
  3. Bætið eggjunum saman við, einu í einu og því næst vanilludropunum. Bætið síðan sírópi, jógúrt og mjólk saman við og hrærið vel.
  4. Bætið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og hrærið þar til allt er blandað saman. Síðan er kryddinu, restinni af hráefnunum, blandað saman við og hrært rétt svo þar til allt er vel blandað saman. Gott er að taka sér sleikju í hönd og taka nokkur blöndunartök í restina með handaflinu.
  5. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 35-40 mínútur. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Þeytið smjörið svakalega vel, eins lengi og þið getið en helst ekki í minna en 5 mínútur. Bætið volgu kaffinu saman við, sem og vanilludropum og mjólk. Því næst er flórsykrinum blandað saman við og hrært mjög, mjög vel saman.
  2. Hér er flott að smakka til og athuga hvort þurfi kannski aðeins meira kaffi, sykur eða mjólk.
  3. Dreifið kremi yfir annan, kaldan kökubotninn og stráið Maltesers kúlum og söxuðum, brenndum möndlum yfir. Setjið hinn botninn ofan á og hyljið kökuna með kremi. Skreytið að vild og njótið!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.