Ég elska piparkökur ofboðslega mikið. Ég get maulað á þeim daginn inn og daginn út og fæ aldrei leið. Því er ég mjög þakklát fyrir að maður getur bara keypt piparkökur um jólin.

Svo fékk ég hugljómun um daginn. Af hverju ekki breyta piparkökum í bollakökur? Blanda tvennu saman sem er svo himneskt að það nær engri átt!

Útkoman var að sjálfsögðu guðdómleg. Sjáið þið það annars ekki á myndunum?


Piparkökubollakökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Blandið kaffi, kakó og vanilludropum saman í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið olíu og sykri saman í annarri skál og bætið síðan eggjunum saman við, eitt í einu.
  3. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman í enn annarri skál.
  4. Bætið 1/3 af þurrefnunum saman við eggjablönduna og helmingnum af sýrða rjómanum. Endurtakið þangað til allt er vel blandað saman.
  5. Bætið kaffiblöndunni og PiparkökuNizza saman við.
  6. Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 15 til 18 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en þær eru skreyttar með kremi.
Krem
  1. Blandið öllu saman nema piparkökunum. Skreytið kökurnar með kreminu og myljið síðan piparkökur yfir.

Umsagnir

Umsagnir

Skildu eftir svar